Programs
EFTIRFARANDI SKILMÁLAR GILDA UM HEIMSÓKN ÞÍNA Á SÍÐUNA OG ÖLL VIÐSKIPTI SEM ÞÚ KANNT AÐ
GERA UM SÍÐUNA, NÚ EÐA SÍÐAR.
Réttur til að hætta við pantanir
You Glow Training áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta
verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
You Glow Training áskilur sér rétt til að segja upp áskrift án endurgreiðslu á því námskeiði sem notandi skráði sig í og
þarf að klára að greiða fyrir tímabilið ef samband milli kúnna og þjálfara er ekki að ganga.
Efni á síðu og námskeiðum / Höfundarréttur
Allt efni á síðu You Glow Training og allt efni á net námskeiðum sem seljandi býður upp á er í eigu seljanda.
Kaupanda er óheimilt að afrita efnið eða að deila því áfram.
Einstaklingsaðgangur
Óheimilt er að deila vörum eða áskrift með öðrum sem hefur ekki greitt fyrir aðgang að tiltekinni vöru eða þjónustu.
Þú kaupir aðgang fyrir þig eina/einan.
Greiðsluskylda kaupanda (iðkanda) þegar keypt er stakt námskeið
Kaupandi sem kaupir stakt námskeið (eða aðra vöru) borgar fyrirfram eða fær reikning í heimabanka. Þegar hann
samþykkir skilmála og/eða greiðir fyrir vöru er ekki hægt að hætta við pöntun. Ef um netnámskeið er að ræða er ekki
hægt að fara fram á endurgreiðslu eftir að greiðsla hefur verið innt af hendi
Endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur ekki rétt á endurgreiðslu eða að hætta við greiðslu eftir að búið er að samþykkja skilmála og/eða
greiða fyrir vöru. Endurgreiðsluréttur stofnast ekki ef þátttakandi hefur ekki nýtt sér vöruna eða þjónustuna sem keypt
var
Verð og áskrift
Verð fyrir þjónustu You Glow Training er í samræmi við gildandi verðskrá hverju sinni. You Glow Training áskilur sér
rétt til að breyta verðum og ber ábyrgð á því að þau séu rétt hverju sinni á síðu You Glow Training. Þegar samþykkt
hafa verið skilmálar er kominn á samningur milli You Glow Training og notanda. Samningar eru með binditíma 1
mánuður+ eða 3 mánuðir + eða 6 mánuðir + og framlengjast þeir ekki sjálfkrafa að binditíma loknum. Notendum er þó
ávallt frjálst að óska eftir framlengingu. Greiði notandi ekki innan 10 daga frá gjalddaga þá lokast á aðgang hans að
innri vef You Glow Training. Það er á ábyrgð notanda að réttar greiðsluupplýsingar séu gefnar við skráningu.
Uppsögn samnings
Þegar kominn er á samningur um kaup á þjónustu You Glow Training þá er ekki hægt að stöðva þjálfun/þjónustu fyrr
en að binditíma loknum. Á móti framlengist binditími ekki sjálfkrafa. Komi til uppsagnar af heilsufarsástæðum þá skal
láta þjálfara vita svo hægt sé að ráðstafa því en uppsögn á ekki rétt á sér. You Glow Training áskilur sér rétt til að
skoða hvert tilvik fyrir sig og meta eftir aðstæðum. Fari notandi ekki eftir skilmálum þessum þá áskilur You Glow
Training sér rétt til að segja samningi upp um þjónustu upp án nokkurs fyrirvara eða endurgreiðslna á því námskeiði
sem notandi skráði sig í og klára að greiða fyrir tímabilið.
Eigin ábyrgð
Athugaðu að kaupandi ber ábyrgð á framkvæmd og niðurstöðu af vörum eða þjónustu frá You Glow Training.
Kaupandi ber ábyrgð á eigin heilsu og verður að treysta sér til að framkvæma æfingar eða til að nýta aðra þjónustu
sem hann fær hjá You Glow Training. Við hvetjum kaupanda til að hlusta á eigin líkama og verður ávallt að huga að
eigin getu þegar tekin er ákvörðun um að kaupa og nýta sér þjónustu hjá You Glow Training. Ef um meiðsli eða önnur
veikindi er að ræða hvetjum við iðkanda til að ráðfæra sig við sérfræðing áður en keypt er þjónustu hjá You Glow
Training. Allt efni sem veitt er af You Glow Training, hvort sem er í formi þjálfunaráætlana, matarplana, netnámskeiða,
samskipta í gegn um netið eða annars konar ráðgjafar, telst ráð og leiðbeiningar. Þessar upplýsingar eru ekki
einstaklingsbundnar læknisfræðilegar greiningar né sérfræðiráðgjöf nema sérstaklega sé tekið fram. Þú berð sjálf(ur)
ábyrgð á því hvernig þú nýtir þér þessar upplýsingar og hvort þær henta þér út frá þinni heilsu og aðstæðum.
Við hvetjum alla notendur til að meta eigin getu og heilsufar, og leita til viðeigandi heilbrigðisstarfsfólks ef vafi leikur á
hvort einhver hluti af efninu henti. Með því að samþykkja skilmála og nýta þér efni frá You Glow Training staðfestir þú
að þú gerir það á eigin ábyrgð og með fullum skilningi á því að þetta eru leiðbeiningar – ekki trygging fyrir árangri.
Með kaupum á vöru eða þjónustu hjá You Glow Training staðfestir kaupandi að hann beri þessa ábyrgð (eigin áhættu).
Takmörkun ábyrgðar
You Glow Training ber ekki ábyrgð á:
Meiðslum, slysum, mistökum eða öðru sem kann að leiða til skaðabótaskyldu eða refsiskyldu. Notandi nýtir þjónustu
You Glow Training á eigin ábyrgð
Óþægindum eða tjóni, beinu eða óbeinu, vegna bilana í tölvu- eða hugbúnaðarkerfum.
Tjóni eða óþægindum sem kunna að hljótast af því hvers konar misnotkun eða mistökum við meðferð upplýsinga sem
fara á milli þjónustuveitanda og notanda. Hér getur t.d. átt við ef þriðji aðili brýst inn í tölvukerfi þjónustuveitanda You
Glow Training eða tölvukerfi You Glow Training/notenda og stelur eða misnotar upplýsingar á annan hátt.
Tjóni eða óþægindum vegna annara atvika sem talin eru óviðráðanleg (e. force majeure).
Neinum upplýsingum eða gögnum sem notandi sendir til You Glow Training í gegnum innri vefinn. You Glow Training
skuldbindur sig til að vernda upplýsingar og gögn notenda eftir fremsta megni.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum
Varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi
kröfu á hendur You Glow Training á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til
meðferðar hjá íslenskum dómstólum.
Breytingar
You Glow Training áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum sínum án fyrirvara. Breytingarnar taka gildi þegar
uppfærðir skilmálar hafa verið birtir hér á síðunni.
Notendur
Með hugtakinu „notendur“ í hvaða falli sem er, fleirtölu eða eintölu, er átt við þá sem nýtir sér þjónustu You Glow
Training. Allir þeir sem nýta sér þjónustu You Glow Training verða að lesa skilmála þessa og samþykkja við skráningu
á vefsvæði. Notendur fá aðgang að innri vef You Glow Training og bera þeir ábyrgð á að tryggja leynd
aðgangsupplýsinga sinna, þ.e. notendanafns og lykilorðs. Notendum er óheimilt að deila aðgangsupplýsingum með
öðrum aðilum eða veita öðrum aðgang að innri vef You Glow Training. You Glow Training ber enga ábyrgð á hvers
kyns tjóni, beinu eða óbeinu, sem kann að hljótast af því að aðrir aðilar komist yfir aðgangsupplýsingar notenda. Verði
notandi þess var að óviðkomandi aðili hefur komist yfir aðgangsupplýsingar hans að innra vef You Glow Training, þá
skal hann samstundis láta You Glow Training vita. Notandi ber fulla ábyrgð á því að upplýsa You Glow Training um
heilsukvilla, ofnæmi og annað sem skipt getur máli við nýtingu á þjónustunni.
Ágreiningur
Rísi ágreiningur um viðskiptin sem verður ekki leystur með öðrum hætti en aðkomu dómstóla skal mál rekið fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar
Ef þú þarft nánari upplýsingar eða vilt koma að ábendingum skal hafa samband við You Glow Training.
Gildistími:
Skilmálar þessir gilda frá 1.mars 2025.